Icelandic users of MediaPortal read this!! (1 Viewer)

kjarrig

MP Donator
  • Premium Supporter
  • December 29, 2009
    283
    55
    Home Country
    Iceland Iceland
    Sæl öll,
    Hefði áhuga á að ná sambandi við íslenska notendur af MediaPortal þar sem hægt væri að deila reynslusögum, hvaða skin, plugins o.s.frv. menn væru að nota.
    Einnig að vinna saman í því að þýða MediaPortal yfir á íslensku. Einhver hérna hefur byrjað á þessu, en ekki klárað. Hægt væri að skipta á milli sín köflum, einn tæki fyrir tónlistina, annar fyrir sjónvarpið o.s.frv. Það tekur tíma að þýða þetta. Ég bjó til þýðingu fyrir MovingPictures plugin, og einnig bjó ég til datasource sem notar kvikmyndir.is til að sækja lýsingu á kvikmyndinni. Þetta hefði átt að koma inn með nýjustu útgáfunni af MovingPictures.
    Læt þetta nægja í bili.

    Með von um góða þátttöku,

    Kjartan Þór Guðmundsson
     

    zed3

    Portal Member
    May 1, 2008
    16
    31
    Reykjavik
    Home Country
    Iceland Iceland
    Ég er til í að fara yfir þýðingarnar á Mediaportal.

    Hér eru sjónvarps og útvarpsstöðva lógó fyrir íslensku stöðvarnar.
    Ég setti líka með ini file fyrir tvxb til að ná í dagskrá.

    kv,
    Ásgeir
     

    Attachments

    • IcelandicTvLogos.rar
      306.9 KB
    • IcelandicRadioLogos.rar
      238.2 KB
    • TVxb.rar
      1.3 KB

    kjarrig

    MP Donator
  • Premium Supporter
  • December 29, 2009
    283
    55
    Home Country
    Iceland Iceland
    Sæll Ásgeir,
    Lengi átti ég von á dauða mínum, en fékk svar eftir 7 mánuði. :D
    Væri gaman að vita hvernig þú setur upp hjá þér að taka við sjónvarpsútsendingum, hvernig setup-ið hjá þér er. Hef verið mikið að spá í þetta en ekki lagt almennilega í það.
    Líka fínt að skipta með sér verkum á þýðingu. Sú sem er til núna er ekki alveg nógu góð, og einnig vantar nokkuð uppá hana, enda þó nokkuð verk.
    Ég hef aðlagað moviescraper fyrir MovingPictures til að fá inn íslensku á söguþræði kvikmyndar og einnig íslenska MovingPictures, og eitthvað af skin-um fyrir MP. https://forum.team-mediaportal.com/moving-pictures-284/updated-version-icelandic-scraper-90897/
     

    zed3

    Portal Member
    May 1, 2008
    16
    31
    Reykjavik
    Home Country
    Iceland Iceland
    Sæll

    Ég er að taka á móti sjónvarpsmekjum Digital Ísland í gegnum dvb-t og gerfihnattasendingum frá Astra/Eurobird 28° í gegnum dvb-s.

    Nota til þess Hauppauge hvr-3000 og hvr-4000 kort, tv-serverinn keyrir á sér vél, sem er líka fileserver.
    Ég nota tvxb til að sækja dagskrá af netinu og xmltv plugin-ið í tvserver til að importa í egp.

    Var á tímabili með Digital Ísland afruglara tengdann við analog tv kort og notaði ServerBlaster og MCE fjarstýringu með IR blaster til að skipta um stöðvar á afruglaranum. Það virkaði mjög vel.
    Mig langar núna að prufa að tengja Cam frá Vodafone við serverinn en til þess þá þarf ég CI græju

    Varðandi þýðingarnar þá er ég game:D

    kv,
    Ásgeir
     

    kjarrig

    MP Donator
  • Premium Supporter
  • December 29, 2009
    283
    55
    Home Country
    Iceland Iceland
    Hljómar spennandi. Ef þú ert með CAM og hitt millistykkið, að getur þú þá séð allar stöðvarnar í MediaPortal? Félagi minn tengist úr afruglaranum í Mediaportalinn með loftnetssnúru, en sér enga dagskrá, getur bara valið stöð og horft á.
     

    kjarrig

    MP Donator
  • Premium Supporter
  • December 29, 2009
    283
    55
    Home Country
    Iceland Iceland
    Hægt er að nota MPLanguage Tool (https://forum.team-mediaportal.com/...n-mediaportal-installer-user-interface-37470/) til að hægðarauka við þýðingar.
    Var að spá í að ég myndi fara yfir 1-1000, þú myndir fara yfir 1001-2000 í byrjun. Bara hugmynd til að byrja á einhverju.
    Annað sem ég hefði í huga líka væri að nota mánaðarheiti með litlum stöfum eins og skrifmálið er. Sama með dagaheitin. Svo er spurning um að hafa samræmi í þýðingu, sem dæmi að Sort by væri röðun, Filter er síun o.s.frv.

    Hef aðeins verið að fikta í þessu, þ.a. hérna er nýjasta útgáfan af þýðingu.
     

    Attachments

    • strings_is.xml
      93.1 KB

    kjarrig

    MP Donator
  • Premium Supporter
  • December 29, 2009
    283
    55
    Home Country
    Iceland Iceland
    Var búinn með minn hluta, og eitthvað annað smotterí, þurfti að format-a vélina mína og gleymdi að taka afrit af því sem ég var búinn að gera, þ.a. það tapaðist allt :(
     

    Users who are viewing this thread

    Top Bottom